Geirlaug Björnsdóttir hættir sem framkvæmdarstjóri SN

Geirlaug Björnsdóttir
Geirlaug Björnsdóttir

Geirlaug S. Björnsdóttir, framkvæmdarstjóri hefur látið af störfum.

Starfsendurhæfing Norðurlands (SN) var stofnuð á Akureyri 9. febrúar 2006. Áður hafði stofnunin verið starfrækt á Húsavík í fjögur ár undir merkjum Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga og Framhaldsskólans á Húsavík.

Geirlaug hefur byggt upp og rekið SN frá upphafi og verður henni seint fullþakkað hversu vel hún hefur komið starfseminni á legg. Starfsaðferðir Geirlaugar hafa orðið öðrum starfsendurhæfingarmiðstöðvum hér á landi fyrirmynd og hefur hún sannarlega lagt mikið af mörkum í þágu starfsendurhæfingar á Íslandi. Geirlaug hefur nú freistað gæfunnar á nýjum vettvangi og við keflinu tekur Jakobína Elva Káradóttir.

Við óskum henni velfarnaðar!