Starfsendurhæfing Norðurlands (SN) var stofnuð 9. febrúar 2006. Áður hafði Starfsendurhæfingin verið starfrækt undir merkjum Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga og Framhaldsskólans á Húsavík í fjögur ár.
Árið 2002 fór af stað undirbúningur tilraunaverkefnis á Húsavík sem miðaði að því að mæta þeirri miklu þörf sem upp var komin þar sem mikil fjölgun öryrkja var á þessu svæði. Verkefnið fékk vinnuheitið BYR starfsendurhæfing og um haustið 2003 hófu 16 þátttakendur endurhæfingu. Árið 2005 hófst vinna við yfirfærslu verkefnisins á Eyjafjarðarsvæðið í samvinnu við Heilsuklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðis.