SC2BC - FROM SCHOOL CLASS TO BUSINESS CLASS

Óskað var eftir þátttöku SN í Evrópuverkefni undir merkjum Erasmus+ sem er ein af samstarfsáætlunum  Evrópusambandsins.  Markmið Erasmus+ er tvíþætt; styðja við verkefni sem miða að því að auka færni og hæfni einstaklinga til að takast á við störf framtíðarinnar; og tryggja nútímavæðingu mennta- og æskulýðskerfa innan þátttökulandanna 34 sem taka þátt í Erasmus+.

Samstarfslönd SN í verkefninu, auk Hollands sem leiðir verkefnið, eru Slóvenía, Búlgaría og Ítalía. Fyrsti fundur verkefnisins var í Hollandi í nóvember 2014. Verkefnið er til þriggja ára og miðar að því að þróa námsefni og að þjálfa ungt fólk í verkgreinum framhaldsskóla í frumkvöðlaðferðum, með það að markmið að setja á fót eigin fyrirtæki að námi loknu.

Smelltu hér fyrir námsefnið.