Til þess að komast í þjónustu hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands þarf fyrst að leita til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. SN er með samning við VIRK um þjónustu á sviði starfsendurhæfingar.
Einnig getur Vinnumálastofnun vísað einstaklingum í þjónustu til SN uppfylli þeir ákveðin skilyrði til starfsþjálfunar.
Einstaklingur sem óskar eftir þjónustu VIRK þarf að byrja á að panta tíma hjá sínum lækni og óska eftir beiðni fyrir starfsendurhæfingu.
Ef læknir telur einstakling hafa þörf fyrir starfsendurhæfingu þá sendir hann beiðni til VIRK.
Farið er yfir allar beiðnir sem berast til VIRK og þeim sem uppfylla skilyrði um þjónustu samkvæmt lögum nr. 60/2012 er gefinn tími hjá ráðgjafa.
Ráðgjafi hefur síðan samband við einstaklinginn símleiðis og boðar hann í viðtal. Í samráði við fagaðila hjá VIRK getur verið ákveðið að einstaklingur fari í endurhæfingu hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands og sendir þá ráðgjafi VIRK beiðni þar um til SN.
Nánari upplýsingar um VIRK Starfsendurhæfingarsjóð má finna á heimasíðu VIRK.