Heilsuhópur er endurhæfingarleið fyrir notendur þjónustu SN, þar sem áhersla er lögð á að efla líkamlegt og andlegt heilbrigði.
Unnið er heildrænt með líkamlega og andlega heilsu þátttakenda. Fræðsla er veitt um næringu og mataræði og farið er yfir grunnatriði sem leiða til bættari lífsstíls og betri heilsu.
Líkt og í öðrum hópum hjá SN, er þátttakendum heilsuhóps boðið uppá einstaklingsbundna ráðgjöf, s.s. fjölskylduráðgjöf, heilsuráðgjöf, líkamsþjálfun, félagsráðgjöf, viðtöl við sálfræðing, fjármálaráðgjöf o.fl.