JobAssist er svokallað yfirfærsluverkefni undir merkjum Leonardo áætlunarinnar, frá Búlgaríu sem er fjármagnað af Evrópusambandinu. Verkefnið er til tveggja ára og er stjórnað af Póllandi, en Búlgaría sér um faglega handleiðslu. Samstarfslönd SN eru auk Póllands og Búlgaríu; Þýskaland, Ítalía og Spánn. Haldnir voru tveir fundir í á árinu. Fyrri fundurinn var í janúar í Rostock í Þýskalandi og sá seinni á Íslandi í byrjun júlí. Verkefnið miðar að því að þjálfa atvinnuleitendur, sem hafa verið lengi frá vinnu, í atvinnuleit á vinnumarkaði. Markhóparnir eru tveir, annars vegar ungt fólk undir 25 ára aldri og hins vegar atvinnuleitendur sem eru eldri en 45 ára. Verkefnislok eru í desember 2015. Heimasíða verkefnisins er; http://www.jobassist.eu .
Starfsmenn verkefnisins fyrir SN eru Geirlaug G. Björnsdóttir framkvæmdastjóri og Jóhanna Bergsdóttir sálfræðingur.
Evrópuverkefnið, From School Class to Business Class (SC2BC). Óskað var eftir þátttöku SN í Evrópuverkefni undir merkjum Erasmus+ sem er ein af samstarfsáætlunum Evrópusambandsins. Markmið Erasmus+ er tvíþætt; styðja við verkefni sem miða að því að auka færni og hæfni einstaklinga til að takast á við störf framtíðarinnar; og tryggja nútímavæðingu mennta- og æskulýðskerfa innan þátttökulandanna 34 sem taka þátt í Erasmus+. Samstarfslönd SN í verkefninu, auk Hollands sem leiðir verkefnið, eru Slóvenía, Búlgaría og Ítalía. Fyrsti fundur verkefnisins var í Hollandi í nóvember 2014. Verkefnið er til þriggja ára og miðar að því að þróa námsefni og að þjálfa ungt fólk í verkgreinum framhaldsskóla í frumkvöðlaðferðum, með það að markmið að setja á fót eigin fyrirtæki að námi loknu. Starfsmenn verkefnisins fyrir SN eru Ólafur Jakobsson, verkefnisstjóri og Kristján Jósteinsson, félagsráðgjafi